
Vígdísarhlaupið:
Öllum stendur til boða að mæta og taka þátt í Vigdísarhlaupinu að kostnaðarlausu, hverjum því alla að koma og taka þátt! Eina sem þið þurfið eru góðir hlaupaskór og góða skapið.
Hlaupið er með öðru sniði í ár og ákváðum við að halda skemmtilegt fjölskylduhlaup þar sem fjölskyldur geta skokkað saman 1mílu ( 1,6 km ) sem er tilvalin lengd svo allir geti tekið þátt.
Hlaupið verður ræst bak við íþróttahúsið nærri Bitakoti og hefst kl 10:30. Gott er að mæta um 10 og taka þátt í skemmtilegri upphitun fyrir hlaupið og í lok hlaupsins verður boðið upp á skemmtun fyrir yngstu börnin.
Keppni og Leikir
Fótbolti og Vítaspyrnukeppni:
Frítt að taka þátt. Þjálfarar og kennarar af Álftanesi velja í þau lið eða hópa sem keppa og EKKI er hægt að verða við óskum um hverjir eru saman í liði.
Munum líka að allt er þetta gert til þess að hafa gaman að og vera i stuði... þetta er ekki HM :)
SKRÁNINGU LÝKUR Í FÓTBOLTANN KL 15:00 28 MAÍ!
KassabílaRallý:
Kassabilar þurfa vera smiðaðir af keppendum úr spítun á gamla mátan. keppendur eru tveir ein að ýta eða draga og annar að stýra. Farið er tvo hringi i drullu og stuði.