
Vertu með í keppni og leikjum eins og Fótbolta, KassabílaRallý og Vigdísarhlaupi.
Settu upp Sölu/Kynningabás eða taktu þátt í Húsahappdrættinu.
Einnig getur þú boðið þig fram til að hjálpa við hátíð. Öll aðstoð er vel þegin.
Til allra gesta eða þáttakanda sem vilja taka þátt á Forsetabikarum!!
Forsetabikarinn er haldinn af íbúum á Álfanesi sem vilja setja saman dag sem allir geta haft gaman og leikið sér.
Öllum er frjálst að vera með og ekkert kostar inn og öll okkar vinna er í sjálboðavinnu við að setja daginn saman.
Það er því á FULLRI ÁBYRÐ gesta og þáttakanda sem mæta á svæðið að passa sig og sína.
Við mælum með að krakkar séu alltaf í fylgd með foreldrum eða foráðamönnum sínum og hvetjum við alla til að fara varlega,
kynna sér svæðið og hættur þess, skoða reglur framleiðanda þeirra tækja sem farið er í og aldurstakmörk.
Þegar við skipuleggjum svæðið, leiktæki, keppni í fótbolta, vítaspyrnukeppni eða annað þennan dag, er það gert eftir bestu vitund okkar en það er gesta og foreldrana á endanum að ákveða hvort umrætt skipulag okkar passi fyrir þeirra krakka og hvort það vilji taki þátt.
Okkar sjálboðaliðar sem labba um svæðið eða eru við leiktækin eru til þess að vera með yfirsýn á svæðinu fyrir skipuleggjendur en ekki að neinu leiti gæsla fyrir krakka eða gesti Forsetabikarsins.
Endilega pössum okkar fólk svo dagurinn verði geggjaður!
Luvin